Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2015 | 14:00

Fljúga með Obama í kringum hálfan hnöttinn og skilja hann eftir á golfvelli?

Í grínþætti Jimmy Kimmel er atriði sem heitir „mean tweet“ (lausleg þýðing: andstyggileg tíst).

Þar koma allskyns stjörnur, úr íþrótta-, skemmti- eða opinbera geiranum og lesa upphátt andstyggileg tvít sem menn, sem er illa við viðkomandi, eru að senda.

Núna um daginn var Barack Obama forseti í þættinum og hann samþykkti að taka þátt í þessum hluta þáttarins.

Einn sendi inn tvít, sem var sett fram í formi óskhyggju: „Er ekki til einhver sá golfvöllur hinum meginn á hnettinum, sem hægt væri að fljúga með Obama til og ….. skilja hann eftir?“

Obama sjálfum fannst þetta ekkert vitlaus hugmynd! 🙂

Hér má sjá myndskeið af „Mean Tweet“ hluta Jimmy Kimmel þáttarins SMELLIÐ HÉR: