Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 12:00

FKL: Frábært fyrsta golfmót FKL sem ætlað er að verði að árlegum viðburði fór fram í gær

Vaskur hópur kvenna í lögfræðingastétt hélt 1. golfmót FKL (Félags kvenna í lögmennsku) í gær 28. ágúst 2014, en þessu móti er ætlað að verða að árlegum viðburði.

Leikið var í Mýrinni hjá GKG.

Veður lék við kylfinga, sem voru ræstir út í þremur hollum og sýndu góða takta!!!

Lögmannastofan LOGOS og www.bestabudin.is gáfu glæsilegar teiggjafir og verðlaun.

Það er vonandi að fleiri konur í lögmannastétt taki þátt á næsta ári, en mótið var virkilega stórskemmtilegt og er kjörin vettvangur að styrkja tengslin.

Sjá má myndir frá frábæru mótinu og þátttakendum með því að SMELLA HÉR: