Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2015 | 10:00

Fjölskylda 1. þeldökka atvinnukylfingsins ákærð fyrir þjófnað

Sonur og fyrrum tengdadóttir, 1. þeldökka atvinnukylfingsins sem keppti á PGA Tour, Charlie Sifford voru í gær, þriðjudaginn 28. júlí ákærð fyrir að hafa stolið meira en $1 milljón af honum.

Sifford keppti fyrstur þeldökkra 1961  á PGA Tour og var sá fyrsti til að hljóta kortið sitt á þeirri mótaröð og varðaði þannig veginn fyrir aðra þeldökka kylfinga m.a. Tiger Woods.

Craig og Sandra Sifford voru búinn að stela peningum gamla mannsins í meira en 4 ár, eða yfir tímabil allt frá árinu 2010.

Þau eyddu peningunum síðan í ferðalög, í það að fara út að borða, dýr föt, skartgripi og það að gera endurbætur á húsi sínu skv. skrifstofu saksóknara.

Craig og Sandra Sifford, sem skildu fyrir nokkrum mánuðum voru ákærð í Cuyahoga County Common Pleas Court fyrir þjófnað, peningaþvætti og ólöglega meðferð á eigum annarra. Sandra Sifford var líka ákærð fyrir veita stolinni eign viðtöku.

Embætti saksóknara sagði að rannsóknin á þjófnaðnum hefði staðið yfir þegar Charlie Sifford dó, 92 ára í febrúar ekki löngu eftir að hann fékk hjartaáfall.

Craig og Sandra Sifford hlutu lögskilnað seinna í mánuðnum.

Í  nóvember 2014 hlaut Sifford orðu sem Bandaríkjaforseti veitir (þ.e. Presidential Medal of Freedom) og tók við henni úr hendi Barack Obama Bandaríkjaforseta við viðhöfn í Hvíta Húsinu.

Sifford, sem m.a. sigraði tvívegis á PGA Tour og eins á PGA Seniors Championship 1975 sagði að hann áliti þá 6 titla sem hann vann á National Negro Open (sérstöku móti sem haldið var fyrir þeldökka) merkilegustu afrekin á ferli sínum.

Farið var illa með Sifford meðan hann lifði. Þessi hæfileikaríki kylfingur (sem hiklaust gæti hafa verið Tiger Woods síns tíma) fékk ekki nema að takmörkuðu leyti að njóta hæfileika sinna.  Hann varð fyrir kynþáttafordómum og aðkasti m.a. morðhótunum vegna litarháttar síns og nú er að koma í ljós að jafnvel þeir sem stóðu honum næst stálu af honum.