Valdís og Ólafía Golf
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 19:00

Fín byrjun hjá Valdísi í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir GL hófu í morgun keppni í úrtökumóti á lokastigi fyrir keppnisrétti á evrópsku mótaröð kvenna sem fram fer í Marókkó. Valdís Þóra byrjar vel og er í 25. – 34. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Hún lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og er í góðri stöðu.

Valdís var í fuglastuði í dag og fékk alls sjö fugla en fimm skolla. Hún var jafnframt nálægt því að fara holu í höggi á 13. holu Amelkis vallarins. Valdís er þremur höggum á eftir efstu kylfingum en besta skor dagsins var 67 högg eða fimm högg undir par.

Staðan í mótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hún lék á Samanah vellinum í dag. Ólafía fékk þrjá fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla. Ólafía er í 74. – 82. sæti eftir fyrsta keppnisdag og er rétt fyrir neðan niðurskurðarlínuna.

30 efstu kylfingarnir í mótinu fá fullan keppnisrétt á evrópskumótaröð kvenna á næstu leiktíð. Leiknir eru 5 hringir í mótinu og er niðurskurður að loknum fjórum hringjum. 60 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem hafna á meðal 60 efstu eru öruggir um takmarkaðan keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni á næstu leiktíð.

Mótaröðin er sú næst sterkasta á eftir LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra fer í gegnum úrtökumótið sem atvinnukylfingur en Ólafía er að reyna í annað sinn á ferlinum.

Hér má finna frekari upplýsingar um úrtökumótið

Texti: GSÍ