Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 08:00

Fíll stelur deri Dufner – Myndskeið

Bandaríski kylfingurinn Jason Dufner er nú staddur í Thaílandi þar sem hann tók þátt í Chiangmai Golf Classic mótinu á Asíutúrnum

Hann tók sér frí frá æfingum og keppni og fór á fílsbak með eiginkonu sinni Amöndu.

Lítill fílsungi lék sér við Dufner og stal m.a. deri kappans, sem virtist bara hafa gaman af öllu saman.

Hér má sjá myndskeiðið þar sem fílsunginn nappar deri Dufner SMELLIÐ HÉR: 

Þessi mætti loks geta að Dufner lauk leik í 7. sæti á Chiangmai Golf Classic, sem hann deildi með 3 öðrum,  á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 69 73 66).

Sjá má úrslitin í Chiangmai Golf Classic mótinu á Asíutúrnum með því að SMELLA HÉR: