Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 12:00

Fékk ás og sagði já!

Jeff Scholtz hafði ákveðið að biðja kærustu sinnar, Hayley Milbourn á  17. holu Austur-vallar Baltimore Country Club þar til að… hún fór holu í höggi á 13. holu vallarins.

Þá varð hann að vera snar í snúningum …. og bera upp bónorðið fyrr en ætlað var …. og hún sagði já!!!

Spurning hvað er meira spennandi að fá ás … eða bónorð frá manni, sem maður elskar?

Hayley Milbourn, 29 ára, frá Baltimore, Maryland. og Jeff Scholtz, 31 ára, frá  Darien, Conneticut hafa nú nóg að segja barnabörnum sínum, þegar þar að kemur, um daginn sem afi bað ömmu 🙂

Hayley og Jeff búa í New York en höfðu ferðast til Baltimore til þess að vera þar á mæðradaginn og spiluðu síðan golf á Austur-velli Baltimore Country Club. Pabbi Hayley spilaði með þeim fyrri 9 og Jeff var búinn að bjóða nánustu fjölskyldu beggja að fagna með þeim eftir bónorð, sem hann hafði undirbúið á 17. holu.

En þetta fór allt öðruvísi en hann hafði planað – bónorðið var borið upp á 13. holu og ofurglöð Hayley sagði já!

Hún hafði aðeins mínútum áður notað 5-járnið sitt á 149 yarda (136 metra) par-3 13. holuna og fengið ás!!!

Flottari verða bónorðin ekki!!!