Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 07:30

Feherty verður hjá NBC

Tveimur vikum eftir að fréttir bárust um að David Feherty myndi hætta hjá CBS eftir 20 ár, berast nú fréttir um að hann hafi skrifað undir samning hjá NBC Sports, sem á Golf Channel.

NBC á einnig sýningarrétt á einhverjum stærstu golfviðburðunum s.s.  the Ryder Cup, the The Players  og Opna breska (frá og með 2017) og auðvitað golfið á Ólympíuleikunum.

Feherty mun bæði vera fréttamaður á staðnum og á fréttastöðinni í öllum þeim 26 stóru golfmótum sem NBC hefir sýningarrétt  þó vonandi verði hann meira á faraldsfæti – eins og einn fréttamiðillinn komst að orði: sumum fuglum er einfaldlega ekki ætlað að vera í búri.

Hann er góður þegar hann er á staðnum, en hann sjálfur kýs að vera inni í upptökusal, en þar er annar stórgolfari fyrir Johnny Miller – líkt og Sir Nick Faldo var hjá CBS.

En það var víst aldrei hætta á að David Feherty, einn af mest elskuðu golffréttamönnum í Bandaríkjunum væri að hverfa af sjónarsviðinu.

Ég hlakka til að takast við nýjar áskoranir og tækifæri hjá NBC og Golf Channel,“ sagði Feherty m.a. í fréttatilkynningu. „Ég hef ekki enn heyrt hverjar líkurnar séu á (hjá veðbönkunum) að ég verði rekinn, en spárnar stóðust hvort sem er ekki allar síðast (Hann hafði betur – var hjá CBS í 20 ár en margir voru búnir að spá að hann yrði rekinn fyrr!!!!“