Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 17:45

Feherty slær inn á 17. á TPC Sawgrass – Myndskeið

Flestir golfunnendur þekkja grínistann og háðfuglinn sem og kylfinginn og golffréttamanninn David Feherty.

Í tilefni þess að á morgun hefst The Players Championship, sem oft er nefnt 5. risamótið, þá ákvað Feherty að reyna við einhverja sögufrægustu par-3 holu alls golfs, en það er 17. brautin á TPC Sawgrass, þar sem mótið fer fram.

Jafnframt tók Feherty viðtal við Dean Beman, sem átti þátt í að hanna TPC Sawgrass og kom Players mótinu inn á dagskrá PGA Tour, en Beman var annar framkvæmdastjóri mótaraðarinnar (1974-1994).  The Players er með eitt hæsta verðlaunaféð á PGA tour ($10,5  milljón, en þar af hlýtur vinningshafinn 18% eða $ 1,8 milljón). Sá sem á titil að verja er Rickie Fowler.

Frægt er þegar grínistinn Jerry Pate sigraði á fyrsta Players mótinu á TPC Sawgrass 1974 en þá henti hann Beman út í vatn við 18. flöt og stökk síðan sjálfur á eftir.  Feherty sér um að atvikið sé endurtekið með öðru tvisti þó!!!

Til þess að sjá myndskeið af því þegar Feherty slær inn á eyjuflöt 17. brautar á TPC Sawgrass og skemmtilegt viðtal hans við Deane Beman fyrrum framkvæmdastjóra PGA Tour SMELLIÐ HÉR: