Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 07:30

Feherty hættir hjá CBS

David Feherty er hættur hjá CBS, eftir að ekki náðist samkomulag um nýjan samning við kappann.

Feherty er búinn að vera hjá CBS frá árinu 1997, eftir að hafa hætt í atvinnumennskunni í golfi.

Hann náði ekki samkomulagi við vinnuveitanda sinn til 18 ára um áframhaldandi golfþætti, skv. grein í Sports Business Journal.

Síðasta verk Feherty hjá CBS var líklega viðtal sem hann átti s.l. sunnudag við sigurvegara The Barclays, Jason Day.

Feherty er mjög umdeildur og ýmsum, sem ekki líkar við hann m.a. suður-afríska kylfingnum Ernie Els.

Hinn 57 ára Feherty mun eftir sem áður starfa hjá Golf Channel.