Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 09:45

FedEx Cup 2014: Rory vill toppsætið aftur

Rory McIlroy sækist eftir toppsætinu á FedEx Cup stigalistanum, en Hunter Mahan leiðir þann lista eftir sigur á 1. móti umspilsins The Barclays.

Rory, sem er nr. 1 á heimslistanum, hefir sigrað í 3 stórmótum á árinu 2 risamótum og 1 heimsmóti, en lauk samt keppni á The Barclays 9 höggum á eftir Mahan í 22. sæti.

Rory hefir samt ekki í hyggju að láta Mahan njóta toppsætisins lengi.  (Hann (Rory) byrjar þó ekkert sérlega vel er í 26. sæti eftir 1. dag Deutsche Bank  á 1 undir pari 70 höggum).

„Ég er spenntur fyrir því tækifæri að komast aftur í 1. sætið og komast til Denver (á 3. mót FedEx Cup umspilsins) með svolitla forystu,“ sagði Rory m.a .

„Ég er mjög afslappaður, ég fer út á golfvöll og er ekki virkilega að setja mikla pressu á mig.“

„Ég fer bara út og spila og ég veit að ef ég spila vel, þá á ég eitthvert tækifæri á að vinna kannski mótið.“

„Mér finnst ég hafa stjórn á golfinu mínu meira en ég hafði 2012 (þegar hann vann mótið)“

„Það eru svo sannarlega högg sem ég get slegið nú sem ég gat ekki þá. Og ég er svo sannarlega að dræva eins vel og ég hef nokkru sinni gert, ef ekki betur.“

„Hugurinn og andlega séð er ég á sama stað (og 2012).“

Rory er samt öruggur og hefir unnið sér sjálfkrafa þátttökurétt í Ryder bikars liði Evrópu

Tveir kylfingar í mótinu (Deutsche Bank) Ian Poulter og Luke Donald verða að standa sig vel í mótinu eigi þeir að eiga möguleika á að fyrirliðinn Paul McGinley velji þá, en McGinley mun tilkynna á sunnudaginn hvert val hans er.

Ef Stephen Gallacher verður í 1. eða 2. sæti á Opna ítalska hlýtur hann sjálfkrafa sæti í liðinu og vera Graeme McDowell í Ryder bikarsliði Evrópu verður þá komin undir ákvörðun McGinley. Mörgum finnst Gallacher hafa gert nóg til þess að ávinna sér það sæti takist honum ekki að verða meðal efstu 2 í Opna ítalska og þá eru bara 2 sæti laus og margir á því að Poulter „eigi“ annað sætanna.

Þá vandast valið.  Verða það Luke Donald eða Lee Westwood sem hljóta sætið sem eftir er? Eða einhver allt annar.  Málin skýrast á morgun!

Eitt er þó alveg ljóst nú að 70 efstu í Deutsche Bank munu taka þátt í 3. móti FedEx Cup umspilsins í  BMW Championship í Colorado, þar sem efstu 30 hljóta síðan þátttökurétt á lokamót umspilsins Tour Championship þar sem barist er um hinn eftirsótta $11 milljóna bónus-pott.