Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 09:00

FedEx Cup: Rory sló teighögg sitt í vasa áhorfanda á Tour Championship – Myndskeið

Rory McIlroy er þekktur fyrir að vera afar nákvæmur á golfvellinum.

Þannig að það kom á óvart þegar hann sló teighögg sitt af 14. teig á East Lake, þar sem The Tour Championship fer fram,  í vasa á áhorfanda.

Rory fékk aðstoð dómara til að droppa boltanum og sló síðan glæsihögg beint inn á flöt, eins og ekkert hefði gerst.

Vasanáunginn spurði hvort hann mætti eiga boltann en dómarinn tók fyrir það, sagði að Rory yrði að slá þessum bolta!

Sjá má myndskeið af þessu atviki SMELLA HÉR: