Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 10:00

FedEx Cup: McIlory, Spieth og Woodland leiða á BMW mótinu – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst á Cherry Hills, Colorado, 3. mótið í FedEx Cup umspilinu, BMW Championship.

Það eru þeir Rory McIlroy (nr. 1 á heimslistanum), Jordan Spieth og Gary Woodland, sem leiða eftir 1. dag en allir léku þeir á 3 undir pari, 67 höggum.

Hópur 9 kylfinga lék 1 höggi síður þ.e. á 2 undir pari, 68 höggum þ.e. Martin Kaymer, Sergio Garcia, Henrik Stenson, Russell Henley, Billy Horschel, Chesson Hadley, Kevin Chappell, Matt Every og Graeme DeLaet. 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: