Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 00:10

FedEx Cup: Horschel og Kirk efstir á Tour Championship – Hápunktar 1. dags

Í kvöld hófst lokamótið í FedEx Cup umspilinu, Tour Championship styrkt af Coca Cola.

Að venju fer lokamótið fram á golfvelli East Lake í Atlanta, Georgíu.   Að þessu sinni eru þátttakendur aðeins 29.

Eftir 1. dag eru þeir Chris Kirk og Billy Horschel efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 4 undir pari, 66 höggum.

Fjórir kylfingar deila 3. sætinu höggi á eftir þ.e. á 3 undir pari, 67 höggum þ.e.: Jason Day, Patrick Reed, Jim Furyk og Bubba Watson.

Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að hápunkta 1. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: