Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 08:30

FedEx Cup: Horschel með 3 högga forystu fyrir lokahring BMW Championship – Hápunktar 3. dags

Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er með 3 högga forystu á næstu keppinauta sína á BMW Championship, sem fram fer á golfvelli Cherry Hills, í Colorado.

Horschel er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 197 höggum (68 66 63).  Hann átti glæsihring upp á 7 undir pari, 63 högg í gær; hring þar sem hann skilaði „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum!!!

Ryan Palmer er í 2. sæti á samtals 10 undir pari og þeir Martin Kaymer og Bubba Watson deila 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hvor. Rickie Fowler er einn í 5. sæti á samtals 7 undir pari.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, deilir 10. sætinu ásamt 4 öðrum þ.á.m. fyrrum nr. 1 Adam Scott en þeir eru allir búnir að spila á samtals 4 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á BMW Championship eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: