Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 22:00

FedEx Cup: Day og Furyk efstir f. lokahring The Barclays

Jason Day og Jim Furyk eru efstir og jafnir eftir 3. keppnisdag The Barclays, sem fram fer í Ridgewood CC í Paramus, New Jersey.

Báðir eru þeir Day og Furyk búnir að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum; Day (72 64 68) og Furyk (66 69 69).

Í 3. sæti er Hunter Mahan aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 8 undir pari.

4. sætinu á samtals 7 undir pari, deila 7 kylfingar þ.á.m. Matt Kuchar.

Sjá má stöðuna á The Barclays eftir 3. dag í heild með því að SMELLA HÉR: