Faxon segir frá hring sínum v/Trump, Tiger og DJ
Sl. föstudag, eftir Þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum tvítaði Bandaríkjaforseti, Donald Trump, einu sinni sem oftar og tilkynnti að hann myndi eiga golfhring með einhverjum bestu kylfingum heims: Tiger Woods og Dustin Johnson (DJ).
Tiger þykir einn besti kylfingur allra tíma og DJ er í augnablikinu nr. 1 á heimslistanum.
Í tvíti Bandaríkjaforseta sagði eftirfarandi:
„After Turkey call I will be heading over to Trump National Golf Club, Jupiter, to play golf (quickly) with Tiger Woods and Dustin Johnson. Then back to Mar-a-Lago for talks on bringing even more jobs and companies back to the USA!„
(Lausleg íslensk þýðing: „Eftir kalkúninn fer ég í Trump National golfklúbbinn í Júpíter til að spila golf (í skyndi) við Tiger Woods og Dustin Johnson. Síðan aftur til Mar-a-Lago til viðræðna til þess að skapa fleiri störf og fyrirtæki í Bandaríkjunum!“)
En það var einn sem Trump spilaði við sem hann algjörlega gleymdi að minnast á atvinnukylfingurinn Brad Faxon. Nú, Faxon talaði um hringinn við Bandaríkjaforseta í viðtali í Golfweek.
Faxon sagðist hafa fengið símhringingu þar sem hann var spurður hvort hann væri til í að spila við golfgoðsögnina Tiger og hann svaraði að bragði: „Algjörlega.“ Síðan á Þakkargjörðardaginn gerði Faxon sér grein fyrir alvarleika málsins. Hann hafði spilað við Trump áður en hann tók embætti en hann hafði ekki spilað við Tiger frá árinu 2005 og hafði aldrei spilað við DJ.
Síðan vaknaði Faxon á föstudaginn og sá tvít Trump þar sem ekkert var minnst á hann. Hann sagði:
„Ég stillti honum upp við vegg og sagði: „Hey, hvað varð um elskulegheitin í minn garð? Ég hélt að þú myndir minnast á mig í tvítinu líka!“ Hann hló og ég sagði honum að ég væri að reyna að fá 70.000 vini á Twitter. „Trump svaraði þá þegar: „Ég á 158 milljónir (vina).“ Það er gaman að grínast við hann (Trump). Maður gæti haldið að maður yrði að vera á tánum í kringum forsetann en maður slappar strax af í kringum hann.“
Trump og Faxon tíuðu upp á bláum teigum (sem eru 6500 yarda) en Tiger og DJ af hvítum sem eru (7600 yarda).
Faxon útskýrði:
„Forsetinn var viðfeldin og fyndinn. Hann sagði sögur, um hluti sem han elskar við starf sitt og það sem honum finnst síður að gera. Ég held að hann hafi verið spenntur fyrir að spila með okkur og við skemmtum okkur.“
Þessi frásögn af Trump er svo sannarlega ekki það sem vaninn er að sjá um manninn en um 91% frétta af honum eru neikvæð.
Faxon lauk viðtalinu á að segja að sér fyndist Tiger í góðu formi – hann væri loks laus við bakverkina.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
