Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 12:00

Faxið sem sent var þegar Tiger réði Steve Williams

Fyrir u.þ.b. 16 árum nánar tiltekið 8. mars 1999 var eftirfarandi fréttatilkynning send á fjölmiðla, þar sem tilkynnt var um að Tiger hefði ráðið fyrrum kylfubera Raymond Floyd, Steve Williams.

Kylfusveinn Tiger á þeim tíma var Mike „Fluff“ McCowan og sagðist Tiger í tilkynningunni að þeir hefðu skilið í góðu.

Um þetta leyti voru þeir Tiger og Williams að leggja golfheiminn að fótum sér.

Hér má sjá fréttatilkynninguna, en í þá daga var enn notast við fax-tækið en ekki skannað eins og tíðkast í dag!

Sjá má faxið hér að neðan: 

Fax

Fax