Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2017 | 12:00

Fatasmekkur Rickie Fowler

Flestir kylfingar þekkja fatasmekk Rickie Fowler; en hann elskar skæra liti og er í þeim innan vallar sem utan.

Skærbleikir litir, skærljósbláir, skærgulir svo ekki sé talað um appelsínugulan lit … en ekki fyrir svo löngu síðan var varla hægt að fara á golfvöll hérlendis án þess að sjá „litla Fowlera … á öllum aldri“ í appelsínugulum golffötum.

Fréttinni fylgir mynd af Fowler á Kentucky Derby veðreiðunum, sl. laugardag.

Virkar kannski svolítið billegt á suma en jakkinn ber merki Vineyard Vines  og nefnist the Horse Repeat Sportcoat og er hluti fatalínu Vineyard Vines, sem heitir Kentucky Derby Collection,og kostar u.þ.b. $495 (55.000 íslenskar krónur).

Hér má sjá auglýsingu fyrir jakkann:

The Horse Repeat Sportcoat úr Vineyard Vines, hluti Kentucky Derby Collection.

The Horse Repeat Sportcoat frá Vineyard Vines, hluti Kentucky Derby Collection.

Aðrir kylfingar voru líka á Kentucky Derby og hér að neðan má sjá Justin Rose ásamt eiginkonu sinni Kate, sem einnig voru á Kentucky Derby:

Kate og Justin Rose

Kate og Justin Rose