Fannar Ingi í Kaliforníu
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 16:00

Fannar Ingi varð T-3 á Junior Honda Classic

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG tók þátt í The Junior Honda Classic, en mótið fór fram í PGA National Resort í Palm Beach Gardens í Flórída, þar sem aðalmótið Honda Classic á PGA mótaröðinni fer fram árlega.

Frábær reynsla sem Fannar Ingi fær þarna!

Fannar Ingi lék samtals á 7 yfir pari, 151 höggi (75 76).

Hann deildi  3. sæti í mótinu með 2 öðrum (T-3), sem er stórglæsilegur árangur, en 43 þátttakendur voru í mótinu!

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að  SMELLA HÉR: