Fannar Ingi við keppni erlendis 2013
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2015 | 19:00

Fannar Ingi komst ekki í gegnum niðurskurð

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis tók þátt í  sterku áhugamannamóti sem fram fór í Þýskalandi, þ.e. German International Boys & Girls Amateur Championship 2015. Mótið stóð dagana 5.-7. júní 2015 og lauk í dag.

Fannar, sem verður 17 ára á þessu ári, lék fyrsta hringinn á -1 eða 71 högg en seinni hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum og var því á samtals 5 yfir pari, í gær, þegar skorið var niður.

45 efstu sem voru samtals á 3 yfir pari eða betur komust áfram.

Það munaði því 2 höggum að Fannar Ingi kæmist í gegnum niðurskurð og fengi að spila lokahringinn, sem fór fram í dag.

Það var Þjóðverjinn Thomas Rosenmueller, sem sigraði á samtals 10 undir pari. Kannski nafn sem við eigum eftir að heyra meira af í framtíðinni!

Til þess að sjá lokastöðuna eftir 1. dag German International Boys & Girls Amateur Championship 2015 SMELLIÐ HÉR: