
Fannar Ingi í 7. sæti á sterku US Kids unglingamóti eftir 1. hring
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, tekur þátt í sterku unglingamóti: US Kids Golf Teen World Championship, en leikið er í National Golf Club, í Norður-Karólínu, Bandaríkjunum. Sjá má glæsilegan Pinehurst völlinn sem spilað er á með því að SMELLA HÉR: og með því að skoða myndir hér að neðan.
Á fyrsta degi mótsins, í gær, spilaði Fannar Ingi frábært golf á þessum þrönga skógarvelli, sjóðheitur á brautartréinu og járnunum og notaði dræver aðeins tvisvar.
Hann hitti flestar brautir og flatir.
Það komu tveir tvöfaldir á par-3 holum, þar sem Fannar Ingi sló í vatnið og skemmmdu höggin hringinn, en fjórir fuglar komu á móti og enginn skolli.
Fannar Ingi er í 7. sæti eftir fyrsta dag af 125 þátttakendum og fer seint út og spilar aftur í miklum hita eftir hádegi í dag (undir kvöld hjá okkur en 4 tíma mismunur er)
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á USKG Teen World Championship SMELLIÐ HÉR:

Fannar Ingi og hollið pútta á þriðju flöt á fyrsta degi. Flestar brautir eruí dogleg og flöt á pöllum. Mynd: Steingrímur Ingason
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023