Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2015 | 14:00

Fallegustu konur í golfinu 2015 að mati Golf.com

Golf.com hefir löngum tekið saman lista um fallegustu konurnar í golfi.

Með í þeirri talningu eru ekki aðeins kvenkylfingar sem keppa á bestu kvenmótaröðum heims, heldur allar konur sem tengjast golfinu með einhverjum hætti.

Ein þeirra, sú sem er efst á listanum í ár er Holly Sonders fyrrum þáttastjórnandi á Golf Channel, sem nú er komin til Fox Sports. Holly er fædd 3. mars 1987, er í fiskamerkinu og 27 ára.

Holly er sem sagt með golffréttasjónvarpsþátt, en sjálf spilar hún golf var m.a. í bandaríska háskólagolfinu á sínum tíma og spilaði með golfliði Michigan State.

Hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á Holly Sonders SMELLIÐ HÉR: 

Í ár slær hún m.a. við Blair O´Neal, sem valin hefir verið kynþokkafyllst kvenkylfingurinn ár eftir ár.

Hér má sjá fallegustu konur í golfinu árið 2015 að mati Gofl.com SMELLIÐ HÉR: