Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Zanotti sigraði í Maybank mótinu

Það var Fabrizio Zanotti frá Paraguay, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum; Maybank Malaysia.

Zanotti spilaði samtals á 19 undir pari, 269 höggum ( 70 69 67 63).

Það var sérstaklega glæsilegur lokahringur Zanotti, sem tryggði honum sigurinn.

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn David Lipsky aðeins 1 höggi á eftir á samtals 18 undir pari og í 3. sæti varð austurríki kylfingurinn Bernd Wiesberger.

Sjá má hápunkta lokahrings Maybank Malaysia með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Malaysia SMELLIÐ HÉR: