Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Yannik sigraði á Mallorca Golf Open

Mót vikunnar á Evróputúrnum var Mallorca Golf Open.

Mótið fór fram í Son Muntaner Golf Club, í Palma, Mallorca, á Spáni, dagane 20.-23. október 2022.

Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Paul Yannik, en sigurskor hans var 15 undir pari, 269 högg (71 64 62 72).

Yannik átti 1 högg á þá Nicolai Von Dellinghausen frá Þýskalandi og hinn enska Paul Waring, sem deildu 2. sætinu.

Paul Yannik er fæddur 5. mars 1994 í Frankfurt, Þýskalandi og því 28 ára. Þetta er 1. sigur hans á Evróputúrnum. Yannik gerðist atvinnumaður í golfi 2018 og er þetta 2. atvinnumanns sigur hans. Áður hafði hann sigrað á Arizona Open, árið 5. ágúst 2020.

Sjá má lokastöðuna á Mallorca Golf Open með því að SMELLA HÉR: