Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2012 | 05:30

Evróputúrinn: Robert Rock leiðir þegar 2. hring Joburg Open er frestað vegna þrumuveðurs

Robert Rock er með 1 höggs forystu eftir 2. dag Joburg Open, þar sem þrumuveður og eldingar komu í veg fyrir að hægt væri að klára 2. hring.

Englendingurinn bætti hring upp á 67 högg, þ.e. skor upp á -4 undir pari á Vestur-velli  Royal Johannesburg and Kensington klúbbsins,  við frábæran hring sinn upp á 65 högg fyrri daginn, á erfiðari Austurvellinum og er nú á samtals skori upp á -11 undir pari, þegar mótið er hálfnað.

Eftir 4 tíma töf vegna eldinga á fyrsta degi þá var fyrsta verkefni Rock  að ljúka 1. hring sínum og eftir að hafa sett niður fuglapútt á 17. og 18. braut var hann aðeins 1 höggi á eftir forystumönnum 1. dags, þeim  Jamie Elson og Damien McGrane.

Robert Rock.

Örn á par-5, 2. braut fylgdi hann eftir með skollum á 8. og 12. braut, en fugl á 9. braut hélt sigurvegara Opna ítalska (Rock) í baráttusæti.

Forystunni náði hann (Rock) með þrennu af fuglum frá og með 13. braut, þegar hann, eftir að hafa tapað höggi í 2. sinn (á 12. braut), svaraði með teighöggi að innan við 3 metra frá pinnanum á 13. holu (en púttið setti hann síðan niður fyrir fugli).

Rock setti næstum því 2. höggið sitt á (par-4) 14. brautinni niður, en það tókst ekki en hins vegar náði hann að setja niður 2 metra fuglapútt og var síðan á flöt í 2 höggum á par-5 (15. brautinni) (og fullkomnaði þar með fuglaþrennu sína, sem hann fékk í röð).

(Þegar 2. hringur Rock á Joburg Open er tekinn saman í heild þá fékk hann örn á par-5 2. brautina, skolla á 8. og 12. braut og 1 fugl á 9. og fuglaþrennuna fyrrnefndu á 13.-15. braut).

Með samtals -11 undir pari, samtals 132 högg (65 67) þá hefir Rock 1 höggs forystu á heimamennina Jbe Kruger og Branden Grace, eftir að báðir náðu hringjum upp á 66 högg á Vestur-vellinum (og eru því búnir að spila á samtals 133 höggum, hvor).

Annar kylfingur frá Suður-Afríku, Michiel Bothma, er eini kylfingurinn í mótinu sem er -9 undir pari eftir 66 högg á Vestur-vellinum á 2. hring meðan landi hans  George Coetzee  er einnig á samtals -9 undir pari, eftir fyrstu 6 holurnar á (erfiðari) Austur-vellinum.

Elson spilaði ekkert í gær (2. hring) en mun tía upp snemma morguns í dag. Hann er á -8 undir pari ásamt Suður-Afríkumanninum Lyle Rowe (69) og Skotanum Scott Jamieson (67).

Damien McGrane, (sem var í forystu ásamt Elson eftir fyrsta daginn) fékk skolla á Austur-vellinum og er eftir aðeins 3 spilaðar holur  á -7 undir pari og í hópi 5 kylfinga sem deila 9. sæti (eins og er), en þ.á.m. er tvöfaldur meistari Opna bandaríska, Retief Goosen.

„Ég spilaði ekki vel í dag, en náði góðu skori,“ sagði Robert Rock að lokum.

(Mótinu verður fram haldið nú,  snemma laugardagsmorguns, þ.e. eftir u.þ.b. 1 klst þ.e. kl. 6:45 (en Suður-Afríka er með sama tímabelti og við hér á Íslandi)

[…]

Heimild: europeantour.com

Til þess að sjá stöðuna á Joburg Open eftir 2. hring smellið HÉR: