Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2016 | 15:30

Evróputúrinn: Wu vann í Austurríki

Það var Ashun Wu frá Kína sem stóð uppi sem sigurvegari í Atzenbrugg í Austurríki á móti vikunnar á Evróputúrnum, Lyoness Open.

Wu lék á 13 undir pari, 275 höggum (69 72 65 69).

Aðeins 1 höggi á eftir var spænski kylfingurinn Adrian Otangui, á samtals 12 undir pari, 276 höggum.

Í 3. sæti varð svo enski kylfingurinn Richard McEvoy á 11 undir pari og í 4. sæti James Morrisson einnig frá Englandi á 10 undir pari.  Þessir 4 ofangreindu voru þeir einu sem voru á tveggja stafa heildarskori undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: