Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 17:00

Evróputúrinn: Wu efstur í Dúbaí f. lokahringinn

Það er kínverski kylfingurinn Ashun Wu, sem er efstur fyrir lokahring Omega Dubai Desert Classic.

Wu hefir samtals spilað á 11 undir pari 205 höggum (69 69 67).

Í 2. sæti er franski kylfingurinn Victor Perez, 1 höggi á eftir Wu og í 3. sæti eru 3 kylfingar, allir 2 höggum á eftir Wu.

Þetta eru þeir Bryson DeChambeau, Kurt Kitayama frá Bandaríkjunu og enski kylfingurinn Tom Lewis.

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: