Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: Wu efstur á KLM e. 1. dag

Kínverski kylfingurinn Ashun Wu er efstur eftir 1. dag á móti vikunnar á Evróputúrnum, KLM Open.

Hann lék á 7 undir pari, 64 höggum.

Enski kylfingurinn Chris Wood er síðan í 2. sæti, 1 höggi á eftir á 6 undir pari, 65 höggum og hvorki fleiri né færri en 13 kylfingar deila síðan 3. sætinu, en þeir léku allir á 5 undir pari, 66 höggum; meðal þeirra ítölsku kylfingarnir Renato Parratore og Andrea Pavan og hinn enski Eddie Pepperell.

Til þess að sjá stöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR: