Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 11:30

Evróputúrinn: Wiesberger sigurvegari Shenzhen Open – Hápunktar 4. hrings

Það var Bernd Wiesberger frá Austurríki sem sigraði á Shenzhen Open.

Að loknum 72 holu hefðbundnum 4 hringjum voru Wiesberger og Tommy Fleetwood frá Englandi efstir og jafnir; báðir á samtals 16 undir pari, 272 höggum; Fleetwood ( 69 71 69 63) og Wiesberger (67 65 69 71).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra tveggja og var par-4 18. holan spiluð aftur og þar vann Wiesberger með fugli en Fleetwood tapaði; fékk par.

Grégory Bourdy og Ross Fisher urðu í 3. sæti, báðir á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: