Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 20:00

Evróputúrinn: Wiesberger efstur í hálfleik

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger er efstur í hálfleik á KLM Open, móti vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Wiesberger er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (66 66).

Þrír deila 2. sætinu og eru á hæla Wiesberger á 9 undir pari, þeir Nino Bertasio frá Ítalíu, Mark Foster frá Englandi og Joost Luiten frá Hollandi.

Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag á KLM Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á KLM Open með því að SMELLA HÉR: