Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2015 | 11:45

Evróputúrinn: Wiesberger efstur f. lokahring Maybank Malaysian Open – Hápunktar 3. dags

Það er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem er í efsta sæti á Maybank Malaysian Open.

Wiesberger er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (70 66 63).

Það var einkum glæsilegur 3. hringur Wiesberger sem kom honum í forystu í mótinu, en þar spilaði hann á 9 undir pari, 63 glæsihöggum; fékk hvorki fleiri né færri en 10 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir er Spánverjinn Alejandro Cañizares á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 65 68).

Spennandi lokahringur framundan í nótt!!!

Til þess að sjá stöðun að öðru leyti eftir 3. dag Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR: