Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 12:00

Evróputúrinn: Westy með á Bro Hof Slott

Lee Westwood (oft nefndur Westy) hefir gefið út að hann muni spila í móti á Evrópumótaröðinni, þ.e.  Nordea Masters mótinu, sem fram fer á velli Bro Hof Slott GC í Stokkhómi, Svíþjóð, 2. -5. júní n.k.

Hann vann mótið síðast 2012, en hann hefir sigrað þrívegis í þessu móti.

Westy, sem tekið hefir 9 sinnum þátt í Ryder Cup hefir náð frábærum árangri í þessu sögulega móti, sem fyrst fór fram árið 1991, en þá vann Colin Montgomerie sigur í því.

Westy átti 5 högg á landa sinn, Ross Fisher í Stokkhólmi fyrir 4 árum og innsiglaði þar með 22. sigur sinn á Evrópumótaröðinni.

Síðast sigraði Westy fyrir 2 árum, þ.e. 2014, á Maybank Malaysian Open.