Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Westwood með nauma forystu – hápunktar 3. dags

Lee Westwood er nú aðeins með 1 höggs forystu eftir 3. dag Maybank Malaysian Open í  Kuala Lumpur.

Fjögura högga forysta sem hann var með eftir 2. hring er gufuð upp m.a. vegna slæms skolla sem hann fékk á lokaholunni.

Westwood, sem á 41 ára afmæli í næstu viku er nú aðeins 1 hring frá því að sigra í 2. Malaysian Open móti sínu, en hann vann mótið síðast árið 1997.

Með sigri væri hann líka að binda endi á 2 ára sigurlausa eyðimerkurgöngu golflega séð.

Þriðja daginn í röð fékk Westy fugl á 1. holunni í á golfvelli  Kuala Lumpur golfklúbbsins áður en hann missti högg með þrípútti á næstu holu.

Westy hins vegar fékk fugl næst á 5. holu (líka 3. skiptið í röð á jafnmörgum dögum) og síðan fékk hann fugl á par-3 12. holuna.  Hann var síðan á pari allt þar til hann fékk slolla á lokaholuna.

Samtals er Westy búinn að spila á 14 undir pari, 202 höggum (65 66 71).

Á hæla honum er Englendingurinn Andy Sullivan aðeins 1 höggi á eftir eins og segir, á samtals 13 undir pari, 201 höggi (70 67 66).

Westy og Sullivan eru í nokkrum sérflokki því í 3. sæti kemur Frakkinn Julien Quesne, 4 höggum á eftir Westy á samtals 10 undir pari, 206 höggum (68 69 69) og síðan Belginn Nicolas Colsaerts í 4. sæti á samtals 9 undir pari, 207 höggum (66 69 72).

Til þess að sjá stöðuna á Maybank Malaysian Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Maybank Malaysian Open SMELLIÐ HÉR: