Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2015 | 10:30

Evróputúrinn: Warren efstur í Dubaí snemma dags – Hápunktar morgunsins á 2. degi

Það er Skotinn Marc Warren, sem er efstur snemma dags á 2. hring á Omega Dubaí Desert Classic mótinu.

Warren er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65).

Warren er búinn að standa sig vel það sem af er árs, en hann varð m.a. í 2. sæti í Qatar í s.l. viku.

Með þessari stöðu eykur hann svo sannarlega líkur sínar á því að fá nú í fyrsta sinn að spila á Masters risamótinu í apríl n.k.

Með glæsiárangri sínum undanfarið er Warren kominn upp í 56. sæti heimslistans og gangi honum vel í Dubaí verður hann í þægilegri stöðu meðal efstu 50 á heimslistanum á næsta heimslista.

Öðru sætinu aðeins 1 höggi á eftir Warren eru þeir Seve Benson frá Englandi og N-Írinn Graeme McDowell.

Sjá má stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic að öðru leyti þegar þetta er ritað kl. 10:30 á 2. degi með því að SMELLA HÉR: 

Hápunktar það sem af er nú um morguninn í Dubaí SMELLIÐ HÉR: 

Ath! að margir eiga eftir að ljúka leik þannig að ofangreind staða gæti enn breyst!!!