Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2019 | 19:00

Evróputúrinn: Walters leiðir e. 1. dag Alfred Dunhill

Það er suður-afríski kylfingurinn Justin Walters, sem valsaði í forystu eftir 1. dag Alfred Dunhill Links Championship, mót vikunnar á Evróputúrnum.

Hann spilaði 1. hring á St. Andrews Links, vöggu golfíþróttarinnar, á 9 undir pari, 63 glæsihöggum.

Í 2. sæti eftir 1. dag eru 4 kylfingar sem allir léku á 8 undir pari, 64 höggum: Adrian Otagui frá Spáni, sem var sá eini af fjórmenningunum sem ekki spilaði St. Andrews Links, en hann var á Carnoustie.

Hinir þrír eru Frakkinn Victor Perez, Englendingurinn Jordan Smith og Ástralinn Ryan Fox.

Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR: