Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Wallace efstur á Opna portúgalska – Hápunktar 1. dags

Englendingurinn Matt Wallace er efstur eftir 1. dag Opna portúgalska – sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðar Evrópu (European Challenge Tour).

Wallace átti stórglæsilegan hring; kom í hús á 63 höggum – á hring þar sem hann fékk 10 fugla!

Í 2. sæti er Þjóðverjinn Sebastian Heisele á 64 höggum.

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar þeir: Julian Suri frá Bandaríkjunum og Jamie Rutherford og Paul Maddy frá Englandi; allir á 67 höggum.

Leik var frestað á 1. keppnisdegi vegna þruma og eldinga og því eiga margir kylfingar eftir að ljúka leik og er ofangreind staða því tiltekin með fyrirvara.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna portúgalska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á Opna portúgalska SMELLIÐ HÉR: