Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2023 | 14:45

Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu

Franski kylfingurinn Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu 2023, eftir dramatískan lokahring upp á 66.

Sigurskor Perez var 18 undir pari, 270 högg (71 65 68 66).

Hinn 30 ára Perez átti 1 högg á Min Woo Lee og Sebastian Söderberg, sem deildu 2. sætinu á 17 undir pari, hvor.

Slagurinn á lokaholunum var æsispennandi. Svo virtist sem forysta Perez væri að fjara út þegar hann missti teighögg sitt í glompu á par-3 17. brautinni á Yas vellinum. Þá var aðeins 1 högg milli hans og Lee og Söderberg. Hann átti síðan björgunarhögg ævinnar úr glompu sem fór beint ofan í fyrir fugli. Eftir að allir höfðu lokið leik á 17. var forysta Perez 2 högg á Söderberg og 3 högg á Lee, sem fékk skolla á par-3 17. brautina. Sjá má glompuhögg Perez með því að SMELLA HÉR: 

Spennan var í hámarki á lokaholunni þegar Perez fékk skolla á par-5 18. brautina.  Spilafélagi hans Söderberg tapaði á pari, en Min Woo Lee rétt missti arnarpútt, sem hefði knúið Perez í bráðabana.

Gamla írska brýnið, Padraig Harrington varð síðan í 4. sæti á samtals 16 undir pari og Alex Noren og Francesco Molinari deildu 5. sætinu  á samtals 14 undir pari, hvor.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var ekki meðal keppenda í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: