Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2013 | 08:00

Evróputúrinn: Victor Dubuisson sigraði á Turkish Airlines Open

Það var hinn 23 ára Victor Dubuisson, alías „Mozart“, sem stóð uppi sem sigurvegari á Turkish Airlines Open. Dubuisson er oft kallaður „Mozart“ vegna einstaklega fallegrar sveiflu sinnar.

Hann sigraði í Tyrklandi á skori upp á samtals 24 undir pari, og lék lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum og hlaut að launum sigurtékkann upp á  €848,930 (u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna).

„Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu,“ sagði Dubuisson eftir að sigurinn var í höfn. „Ég geri mér ekki almennilega grein fyrir hvað er að gerast. Ég var undir svo mikilli stressi á síðustu holunni.“

„Að setja niður þetta pútt á 17. (flöt) var ótrúlegt. Það var ótrúlegt, og fuglinn á 18. (flöt) var bara bónus.“

„En jafnvel í þessu síðasta pútti var ég svo stressaður. Þetta var lengsti dagurinn á vellinum, sem ég hef átt. Ég er mjög stoltur af því sem ég afrekaði.“

Í 2. sæti, 2. sætum á eftir Dubuisson varð Jamie Donaldsson, sem kleif bratt upp skortöfluna eftir glæsilokahring upp á 9 undir pari, 63 höggum.  Samtals varð Donaldson á 22 undir pari.

Þriðja sætinu deildu síðan meistari Opna bandaríska 2013, Justin Rose og Tiger Woods á samtals 20 undir pari, hvor.  Rose lék lokahringinn á 7 undir pari, 65 höggum og Tiger var litlu síðri, lék lokahringinn á 67 höggum, en allt kom fyrir ekki, 3. sætið staðreynd.

Fimmta sætinu deildu síðan Ian Poulter (sem lék lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum) og Frakkinn Raphaël Jacquelin (sem lék lokahringinn á 4 undir pari, 68 höggum) samtals á 19 undir pari, hvor.

Sjöunda sætinu deildu síðan 3 kylfingar, allir á samtals 18 undir pari, hver: Henrik Stenson, (lokahringur 3 undir pari, 69 högg)  Bernd Wiesberger (lokahringur 8 undir pari, 64 högg) og Marc Warren (lokahringur 7 undir pari, 65 högg).

Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags (lokadagsins) á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: