Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 09:30

Evróputúrinn: Geitungaárás á Larrazabal – Myndskeið

Spánverjinn Pablo Larrazabal varð fyrir árás vespa/geitunga á móti vikunnar á Evróputúrnum, Maybank Malaysia Open þegar hann lék 2. hring sinn á mótinu nú í morgun.

Hann greip til þess ráðs að stökkva alklædddur  í nálæga vatnshindrun sem er við 14. flöt, til þess að forðast stungur, en var þar áður búinn að hljóta þó nokkrar geitungastungur (20 allt í allt), sem þörfnuðust læknismeðhöndlunar eftir hringinn.

Honum tókst þó að fá fugl á næstu holu og lék hringinn á samtals 4 undir pari, 68 höggum, í Kuala Lumpur CC, sem teljast verður vel af sér vikið, að harka svona af sér!

Lee Westwood heldur forystu sinni, en hann lék 2. hring  á 66 höggum í dag og er á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66).

Til þess að sjá myndskeið af geitungaárásinni á Larrazabal SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR: