Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2020 | 14:00

Evróputúrinn: Välimäki sigraði!

Nýliðinn á Evróputúrnum, Sami Välimäki, 21 árs, sigraði í dag á Oman Open.

Mótið fór fram dagana 27. febrúar – 1. mars 2020 á Al Mouj golfstaðnum í Múskat, í Oman.

Välimäki og Brandon Stone frá S-Afríku voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Välimäki hafði betur.

Golf 1 hefir nýlega kynnt Välimäki og má sjá kynninguna á honum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Oman Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings Oman Open með því að SMELLA HÉR: