Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2015 | 21:36

Evróputúrinn: Trevor Fisher Jr. sigraði á Africa Open – Hápunktar 4. dags

Heimamaðurinn Trevor Fisher Jr. sigraði á Africa Open.

Hann lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (69 68 64 63). Þetta er fyrsti sigur Fisher á Evróputúrnum.

Sigurinn var sannfærandi því hann átti heil 5 högg á Englendinginn Matt Ford sem lék á samtals 19 undir pari.

Þrír deildu síðan 3. sætinu á samtals 16 undir pari: Daninn Morten Örum Madsen; Eduardo De La Riva og Jorge Campillo frá Spáni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Africa Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Africa Open SMELLIÐ HÉR: