Evróputúrinn: Tommy Fleetwood leiðir eftir 3. hring Volvo Golf Champions
Það er enski kylfingurinn Tommy Fleetwood, sem er með nauma forystu eftir 3. hring Volvo Golf Champions sem fram fer í Durban CC, í KwaZulu Natal héraði, í Suður-Afríku.
Fleetwood er búinn að spila samtals á 10 undir pari, 206 höggum (70 67 69).
„Þetta er erfiður golfvöllur en þegar maður er ekki að spila sitt besta golf snýst hann í mjög, mjög erfiðan völl,“ sagði Fleetwood m.a. eftir hringinn góða
„Ég spilaði vel 4 eða 5 holur, en augljóslega á afganginum átti ég erfitt. Þegar maður missir teighögg sitt þá er maður alltaf að berjast við að ná parinu. Ég fékk aðeins einn skolla en hann hlaut bara að koma á einhverjum tímapunkti þannig að það þyddi ekkert annað en að vera svalur og rólegur eftir það.“
„Þrír undir pari á golfvelli sem þessum þegar maður er ekki að spila sem best er brillíant skor og það sýnir að ég er að þroskast sem kylfingur og get náð að skora þegar ég spila illa, sem er einn af mikilvægustu atriðunum við það að vera atvinnumaður.“
Fast á hæla Fleetwood eru þeir Victor Dubuisson frá Frakklandi og Hollendingurinn Joost Luiten á samtals 9 undir pari, hvor.
Í 4. sæti er meistari Opna breska 2010 Louis Oosthuizen og í 5. sæti er enn einn heimamaður, Branden Grace.
Segja má að Charl Schwartzel hafi átt högg dagsins af göngustíg (sjá í hápunktum dasgins hér fyrir neðan), sem hann setti rétt við stöng ….. en missti síðan fuglapúttið – ótrúlegt ….. hefir greinilega ekki verið með nógu góðan pútter!!!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
