Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2023 | 18:00

Evróputúrinn: Tom McKibbin sigraði á Porsche Open

Það var Norður-Írinn Tom McKibbin, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Porsche Open.

Mótið fór fram dagana 1.-4. júní 2023 á hinum erfiða og langa Green Eagle Norður-golfvelli í Hamborg, Þýskalandi.

Sigurskor McKibbin var 9 undir pari, 283 högg (72 69 72 70).

Fyrir sigurinn hlaut McKibbin €315,657.70 (eða u.þ.b. 48 milljónir íslenskra króna).

Tom McKibbin er fæddur 19. desember 2002 í Belfast, á Norður-Írlandi og er því aðeins 20 ára. Hann gerðist atvinnumaður 2021 og þetta er 2. atvinnumanns sigur hans; en fyrsti sigurinn á Evróputúrnum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var meðal keppenda en komst ekki í gegnum niðurskurð; lék fyrstu 2 hringina á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (77 78). Þess mætti geta að skor var yfirleitt hátt í mótinu, s.s. við er að búast á einum lengsta golfvelli heims. Niðurskurður miðaðist við 6 yfir pari eða betra.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á vellinum með því að SMELLA HÉR: