Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2011 | 19:00

Evróputúrinn: Tom Lewis sigraði

Það var hinn ungi Tom Lewis, sem vakti mikla athygli s.l. sumar eftir spil við Tom Watson á Opna breska sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna portúgalska (ens.: Portugal Masters) í Vilamoura.

Tom spilaði á -21 undir pari, samtals 267 höggum (70 64 68 65).  Í 2. sæti varð Rafael Cabrera-Bello, en hann átti arfaslakan hring í dag og varð 2 höggum á eftir Tom. Rafael spilaði á -19 undir pari, samtals 269 höggum (69 65 64 71).

Tom Lewis hlaut € 416.660,- í verðlaunafé en Rafael € 277.770,-

Til þess að sjá úrslit á mótinu smellið HÉR: