Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2015 | 20:00

Evróputúrinn: Thomas Pieters sigraði í 1. sinn á Evróputúrnum

Það var Belginn Thomas Pieters, sem stóð uppi sem sigurvegari á  D+D Czech Masters Open í dag.

Hann spilaði upp á 20 undir pari, 268 höggum (66 68 65 69).

Sigurtékkinn var upp á € 166,660 (23.665.720,00 íslenskra króna).

Þetta var fyrsti sigur hins 23 ára Pieters.  Sjá má kynningu Golf 1 á Pieters með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti varð Svíinn Pelle Edberg á samtals 17 undir pari, 3 höggum á eftir Pieters.

Sjá má lokastöðuna á  D+D Czech Masters Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. dags á  D+D Czech Masters Open með því að SMELLA HÉR: