Evróputúrinn: Thomas Aiken efstur eftir 1. dag á Africa Open
Thomas Aiken frá Suður-Afríku tók forystuna á fyrsta móti Evrópumótaraðarinnar snemma í dag og lét hana aldrei af hendi. Hann spilaði á 64 höggum, fékk 2 erni og 5 fugla og -9 undir pari – skollafrír draumur staðreynd á par-73 East London golfvellinum.
Thomas, sem er 28 ára vann fyrsta Evrópumótstitil sinn á síðasta ári á Open de España og varð 9 sinnum meðal 10 efstu í mótum, sem hann tók þátt í 2011.
„Ég bjóst ekki við þessu eftir að hafa ekki snert kylfu í 2 vikur,“ sagði Thomas Aiken. „Þetta var frábær morgun í morgun, ég fór snemma út og aðstæður til að skora voru góðar. Ég var þarna til þess ná markmiðum mínum og var svo heppinn að slá nokkur reglulega góð högg og setja niður pútt. Mér líkaði virkilega við hringinn í dag; þetta er ekki lengsti völlurinn en þegar hann bítur þá er það sárt. Allt sem ekki er á braut þýðir að maður verður að fara á teig aftur, sem gerir þetta að golfvelli hins hugsandi manns. Það er mikið af holum sem maður er verðlaunaður ef maður tekur áhættu – nokkrar „drævanlegar“ par-4 brautir og snúnar par-3 brautir – og ég held einmitt að það sé það sem nýrri vellina skortir en það er áskorunin.“
Staðan í 2. sæti er líka óbreytt frá því í dag – Retief Goosen og Jaco Ahlers sitja sem fastast í þeim sætum á 65 höggum. Sem sagt heimamenn sem raða sér í 3 efstu sætin. Í 4. sætinu er síðan „gamla brýnið“ frá Wales, Philip Price, en hann varð 45 ára 21. október s.l. – hann deilir 4. sætinu með 2 öðrum heimamönnum, þ.e. Michael Du Toit og Dean O´Riley; en allir spiluðu þeir á 66 höggum.
Hinn gigthrjáði Richard Sterne deilir 25. sætinu ásamt 24 öðrum, þ.á.m. þeim sem á titil að verja Louis Oosthuizen.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Africa Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024