Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 09:00

Evróputúrinn: Tanihara átti högg marsmánaðar – Myndskeið

Japanski kylfingurinn Hideto Tanihara átti högg marsmánaðar á Evróputúrnum.

Þetta var ás sem kom hjá Tanihara á par-3 7. braut á golfvelli Austin CC í Texas,  á WGC-Dell Technologies holukepnninni, sem er 207 yarda (189 metra) löng í úrslitaleik um 3. sætið við Bill Haas.  (Þrátt fyrir ásinn hafði Haas betur 2&1 og Tanihara varð í 4. sæti!)

Við höggið notaði Tanihara 8-járn.

Þetta er aðeins 4. ásinn í sögu heimsmótsins í holukeppni.

Tanihara var einnig eini kylfingurinn á heimsmótinu, sem fór með Dustin Johnson á 18. holu!

Sjá má ás Tanihara, högg marsmánaðar á Evróputúrnum með því að SMELLA HÉR: