Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2015 | 00:01

Evróputúrinn: Sullivan sigraði á S-African Open – hápunktar 4. dags

Það var enski kylfingurinn Andy Sullivan, sem sigraði í gær, 11. janúar á South African Open, sem fram fór á Glendower golfvellinum í Ekurhuleni, Gauteng hjá Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Sullivan tókst það ótrúlega að jafna við Masters meistarann og heimamanninn Charl Schwartzel á lokahringnum og knýja fram bráðabana.

Báðir voru þeir Sullivan og Schwartzel á samtals 11 undir pari eftir 72 spilaðar holur.

Í bráðabananum, sem fram fór á par-4 18. holu Glendower golfvallarins sigraði Sullivan strax þá þegar með fugli.

Í 3. sæti varð Englendingurinn Lee Slatery á samtals 10 undir pari.

Þetta er fyrsti sigur Andy Sullivan á Evróputúrnum og sagði Sullivan m.a að móti loknu að sigurinn væri sér gríðarlega mikilvægur.  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Andy Sullivan með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á South African Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings South African Open  SMELLIÐ HÉR: