Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2015 | 15:00

Evróputúrinn: Sullivan sigraði

Það var enski kylfingurinn Andy Sullivan sem sigraði á Portugal Masters í dag.

Leikið var venju samkvæmt í Oceânico Victoria GC í Vilamoura, í Portúgal.

Sullivan lék á samtals 23 undir pari, 261 höggum (64 64 67 66).

Hann átti 9 högg á þann sem var í 2. sæti, landi hans Chris Wood – í 3. sæti varð síðan Eduardo de la Riva.

Til þess að sjá lokastöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins SMELLIÐ HÉR: