Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2015 | 16:00

Evróputúrinn: Sullivan efstur f. lokahringinn

Það er enski kylfingurinn Andy Sullivan sem er efstur á Portugal Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Leikið er venju samkvæmt í Oceânico Victoria GC í Vilamoura, í Portugal.

Sullivan er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 195 höggum (64 64 67).

Hann hefir 5 högga forskot á þann sem kemur næstur sem er Spánverjinn Eduardo de la Riva.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: